desember 1, 2011

Hrærigrautur

janúar 6, 2009

Er soldið sár og reið. En á sama tíma er ég glöð.

2009 ó mæ soldið geyst farið í tölurnar. ! Hlakka til að gera svo margt á þessu ári.

Þetta verður spennandi.

Jólin nálgast

desember 2, 2008

Nagandi óvissa hvar lokaverkefnið skal gert, um hvað og hvernig. Veera sendi mér pakka í dag. Geisladisk með finnskri new wave rock bandi (hulstrið reyndar brotnaði í flutningunum) og Marimeko kaffibolla. Guð hvað ég sakna hennar. Ég mun aldrei skilja hvað hún hefur þurft að ganga í gegnum mikið á sinni stuttu ævi. Fyrst þegar ég hitti hana þá vissi ég að við værum vinir. Mjög skrýtin tilfinning.

Óhressleiki dauðans núna. Best að reyna hrista þetta af sér og reyna ákveða hvað ég vil.

Að vera kjánalegur

nóvember 12, 2008

Það er langt síðan í bloggaði – þar sem ég talaði svona alveg í hreinskilni. Nú er árið 2008 og árin hafa liðið eins og flugeldaílur sem eru að missa sig í hraðanum á leið sinni í heim minninganna. Ég fór að hugsa það um daginn, afhverju er fólk svona hrætt við ímynd sína, meðvitund um að vera nú loksins orðið fullorðið og mikilvægi þess að vera pínu tip top í augum annarra? Ég á ekkert við einhverja sérstaka einstaklinga þegar ég er að nefna þetta, heldur bara almennt.

Mér finnst fyndið að vera kjánaleg. Mér finnst fyndið að grínast, leyfa mér að segja það sem mig nákvæmlega langar. Auðvitað á það sér einhver takmörk eins og annað, en ég ætla ríghalda í þennan þátt þess að vera ég. Mér finnst ótrúlega gaman að vera ég oftast, en stundum er það sérstaklega erfitt og stundum er lífið alveg í hnút. En þess á milli ætla ég að muna eftir vinum mínum og fjölskyldu í þessari kreppu sem og alltaf, því það er það sem skiptir jú mestu máli í lífinu. En ég ætla líka muna eftir mér og njóta þess.

BLahh

september 18, 2008

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Unnið á kaffihúsi og „þurfti“ að hlusta á létt 96.7. Alltaf. Það mátti ekki skipta um stöð.
Unnið á Hóteli
Unnið á sambýli
Unnið sem blaðamaður

Kannski ég ætti að halda blaðamannafund á Hóteli um sambýli og bjóða upp á lyftutónlist í hléum (létt 96.7)

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
Zamani    barayé    masti    asbha/ Tími drukknu hestanna
The cats of Mirikitani

Adams æbler

Our daily bread/ Vort daglegt brauð
Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Nafli alheimsins (Kópavogur)- eins og Hlíf bendir réttilega á.
Danmörk
Eiríksgatan (ÞAÐ VAR TÖFF)
Hef verið með annan fótinn í Noregi, langar að búa þar (sérstaklega Tromsö)

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Anna Phil
BIGGEST LOOOOSER

Black Books

Tak for i aften

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Tromsö

Köben

London
Gautaborg

Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíður):

facebook
mbl
webmail.hi.is

nytimes.com

Fernt matarkyns sem ég held upp á:
spagetti
súkkulaði
epli
kakó, kakósúpa, kakómalt.

Fjórar bækur/blöð sem ég les oft:
Ljósmyndabækur

Sagnfræði

Fréttaefni

Vefefni

Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna:
Tromsö
Köben

London

Langar ógurlega til Prag.
Fjórir bloggarar sem ég klukka:

Aubba

Sigga skokk

Þóra norska

Erla töff

Árshátíð

apríl 30, 2008

Það var rosalega gaman á árshátíðinni. Það var nokkurs konar kvikmyndaþema, með rauðum dregli, paparözzum, spurningakeppni, humarsúpu og tónleikum. Meira seinna.

Hvað er að gerast?

apríl 13, 2008

Ég er að gera ljósmyndaverkefni fyrir Kópavogsbæ sem munu vera gefin út á Kópavogsdögum þann 8-9 maí. Ég er á lokaspretti með þetta- og því væri Rosa gott að fá hjálp við að setja þetta í prent. Er í einhverjum vandræðum með stærð- og liti CMYK vandræði og fleira. Ef einhver þekkir einhvern- þá er ég meira segja til í að greiða fyrir hjálpina. En Myndirnar eru af útilistaverkum í Kópavogi- og verða gefnar út á póstkortum. 

Það er bara rosa mikið að gera- próf í lögfræðikúrs- Ritgerð í stjórnmálafræði- vinna- og verkefni. 

Annars er það af mér að frétta að ég fór á Hugvísindaþing um daginn upp í Háskóla og sá þar rosalega flottan fyrirlestur hjá Hlíf vinkonu minni. Það var mjög gaman þarna!

Ég er búin að vera sveitt í fréttamannaprófum, bæði hjá RÚV og Fréttablaðinu- en náði þeim báðum. Endaði svo á því að fá vinnu hjá 24 STUNDUM í sumar sem blaðamaður og er kampakát vegna þessa enda fékk ég mér kampavínsglas til að fagna því. 

Þetta er greinlega svona fréttablogg- svo ég get sagt ykkur að ég er að fara í brúðkaup á bát í Noregi þann 6 september. Ingrid og Erik vinir mínir eru að fara gifta sig. Ég mun syngja í kirkjunni voða gaman og persónulegt. Ég vona bara að þetta verði ekki eins mikill skandall og BRÚÐKAUPSVEISLAN ÆGILEGA þar sem ég og pabbi klúðruðum big time. My heartttt wiiiillllll gooooo onnnnnnn

í Febrúar á þessu ári fór ég til Köben á sjá Smashing Pumkins. Það var fucking awsome. Hitti Brynhildi sem var að kaupa sér roooooosalega íbúð í köben og er að fara útskrifast úr arkitektaskólanum í sumar. Hitti ÁSTU&HALL -hann átti afmæli og það var rosa skemmtileg afmælisveisla á Salonen. Brilliant. Hitti Trine, Bergdísi, Cristian, Heiðu og marga marga fleiri. 

Voða gaman bara allt saman jájájá. 

HLAKKA til að sjá alla vini mína í sumar. Það væri gaman að fara í bústað. 

P.s. er komin með finnskan skiptinema sem er snilld. Sniiiiilllld. 

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og… 1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig 2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig 3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig 4. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig 5. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér 6. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á 7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef lengi velt fyrir mér um þig 8. Ef þú lest þetta þá verðuru að setja þetta á bloggið þitt…

Ojjj

nóvember 12, 2007

Til hamingju með glaðninginn.

Gráðostaborgaratilboð (32% afsl.)

Ása Baldursdóttir(encrypted information (ha eins og ég færi að gefa kennitöluna mína upp í bloggi .. nei fullrar leyndar er krafist.)

Gegn framvísun þessa miða fær Ása Baldursdóttir gráðostaborgara,franskar,
kokteilsósu og gos fyrir aðeins 650 kr. (32% afsláttur frá venjulegu verði) Ath. 2
aðilar geta nýtt sér tilboðið í einu á sama miðanum.

OJjjj afhvejru þegar ég loksins vinn eitthvað vinn ég GRÁÐOSTABORGARA?
DÍSES.

gærkvöldið

nóvember 11, 2007

byrjaði á því að fara í lyfju.
Afgreiðslukonan: „3789, nei.. 368 og ..“eitthvað.““
HAHAHA, ég sá alveg töluna á kassanum.

seinna um kvöldið
Ég, tek ungann mann á tal: „heyrðu hérna.. sko.. sko..“
Ung stúlka sem var í sama samkvæmi: „hætu að .. hættu að SOFA hjá kærastnum mínum“ HAHAHAHAHA

Ég seinna í öðru samhengi, mjög óviðeigandi: „hey, you are stealing my thunder“

Takk fyrir kvöldið. Varð of full, Auður áttu í alvöru rottu? haaaaaaa?

í lokin ætla ég að birta stjörnuspána mína í dag: þetta finnst mér mjög fyndið:
Vog: Hvers vegna að berjast gegn þroska? Umfaðmaðu hann. Þér líður betur núna á svo marga vegu. Fiskur og bogmaður kenna þér lexíu sem sannfærir þig enn frekar.